Kynntu þér það sem við höfum upp á að bjóða

 

Eftirfarandi fyrirtæki studdu jólaverkefni 2017

VELUNNARAR FORELDRAHÚSS OG VÍMULAUSRAR ÆSKU

Fjölskylduráðjöfin í Foreldrahúsi er ætluð fjölskyldum í vanda. Boðið er uppá foreldrafærninámskeið, vímuefnaráðgjöf og sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga með hegðunar- og /eða fíkniefnavanda. Einnig er boðið uppá sjálfstyrkinganámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsúrræði fyrir ungmenni sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Stuðningshópar fyrir foreldra sem eiga ungmenni í fíkniefnavanda fara fram tvisvar í mánuði sem eru leiddir af foreldra- og fíkniefnaráðgjafa. Foreldrasíminn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og geta foreldrar og aðrir aðstandendur hringt og fengið leiðsögn hjá vakthafandi foreldra- og vímuefnaráðgjafa.Síminn hefur verið opinn óslitið síðan hann var stofnaður árið 1986.Fjölskylduráðgjöfin er opinn alla daga kl. 9- 16 til húsa að Suðurlandsbraut 50, 2.hæð.  Nánari upplýsingar um þjónustu Foreldrahúss og tímapantanir í síma 511 6160 og á netfangið vimulaus@vimulaus.is eða hér.