Aukin færni í foreldrahlutverkinu.Skráning er í fullum gangi á næsta Foreldranámskeið sem hefst 18.nóv. n.k.

  • (0)
  • 5
    Nov
  • Author : Hrafndís Tekla Category : Fréttir

    Tags :

Námskeiðið er ætlað öllum foreldrum barna og unglinga.Megin markmið námskeiðsins er að styrkja færni í foreldrahlutverkinu, efla vitund þeirra sem og færni til þess að skapa og viðhalda heilbrigðum og nánum tengslum við börnin sín. Þannig er verið að koma í veg fyrir og einnig grípa inn í óæskilega hegðun, m.a. áhættuhegðun og samskiptaerfiðleika milli foreldra og barna o.fl. og þar með draga úr og/eða koma veg fyrir vanda í fjölskyldunni og nánasta umhverfi hennar. Námskeiðið stendur yfir í 7 vikur og fer fram á miðvikud. kl.18- 20.