Nýtt tímarit samtakanna komið út

  • (0)
  • 3
    Nov
  • Author : Guðni Björnsson Category : Fréttir

    Tags :

Á vegum Foreldrahúss / Vímulausrar æsku er nú hafin útgáfa á tímariti um uppeldis- og forvarnamál.  Fyrsta tölublað UPPELDI&FORVARNIR kom út í október en í því eru meðal efnis viðtal við forsetahjónin á Bessastöðum, viðtal við fyrsta formann samtakanna Boga Arnar Finnbogason, stutt yfirlit yfir 30 ára sögu samtakanna og grein frá SAMANhópnum um viðhorf foreldra til vímuefnaneyslu unglinga. Blaðið er prentað og dreift á ýmsa hópa í samfélaginu, til aðila og samtaka um málefni barna og unglinga og á opinbera staði og biðstofur um land allt.  Blaðið er aðgengilegt í PDF hér á heimasíðu samtakanna en auk þess má nálgast prentað eintak í Foreldrahúsi.