Náum áttum: Of mikið á netinu ?

  • (0)
  • 16
    Nov
  • Author : Guðni Björnsson Category : Fréttir

    Tags :

Náum áttum – morgunverðarfundur
 
 

Umræður um aukinn kvíða og svefnleysi barna og unglinga hefur leitt hugann að aukinni notkun farsíma og samfélagsmiðla.  Á þessum síðasta fundi Náum áttum á árinu var fjallað um netnokun barna og unglinga í snjalltækjum og hvernig best sé að bregðast við þeim vanda sem við blasir í nýjum könnunum meðal skólabarna.  Erindi fundarins komu frá fjórum aðilum; Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur fjallaði um samfélagsmiðla og unglinga, Herdís Kristjánsdóttir Linnet frá ungmennaráði Barnaheilla fjallaði um “lífið á netinu”, Bergþóra Þórhallsdóttir, deildastjóri í Kópavogsskóla fjallaði um viðmið sem gefin hafa verið út um tölvunotkun barna og Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fjallaði um snjalltæki og úrræði fyrir foreldra og skóla til að stjórna netnotkun barna sinna.  Fundarstjóri var Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og var fundurinn vel sóttur, húsfyllir og umræðan gagnleg og fræðandi.  
Auglýsing fundarins.

Umfjöllun um fundinn er að finna á mbl.is 
og upptökur af erindum eru á vimeo síðunni:

Óli Örn Atlason
Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet
Bergþóra Þórhallsdóttir
Hrefna Sigurjónsdóttir

  

 

v