Ný námskeið fyrir unga foreldra að hefjast

  • (0)
  • 31
    Mar
  • Author : Guðni Björnsson Category : Fréttir

    Tags :

Nýtt námskeið fer af stað í Foreldrahúsi í apríl og þá gefst foreldrum tækifæri til að hitta aðra foreldra sem eru í sömu sporum og fá ráðgjöf og stuðning við foreldrahlutverkið í leiðinni. Umræður um uppeldi og samskipti og leiðsögn um aðferðir við lausnir á vandamálum sem koma upp í daglegu lífi.

Börn og systkin eru einnig velkomin.
Námskeiðstími: föstudagar kl. 11 – 12.
5 skipti (5 vikur) – hefst 28. apríl 2017.
Einkaviðtöl ef óskað er.
Foreldrahús, Suðurlandsbraut 50
bláu húsunum í Skeifunni Reykjavík.

Leiðbeinandi: Katrín Þorgrímsdóttir
           náms- og starfsráðgjafi og kennari