Nýr sálfræðingur í Foreldrahúsi

  • (0)
  • 16
    Aug
  • Author : Ester Ingvarsdóttir Category : Fréttir

    Tags :

Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur hóf nýverið störf hjá Foreldrahúsi. Ester útskrifaðist með cand. psych gráðu frá Háskóla Íslands árið 2013. Fyrri störf eru meðal annars á Þroska- og hegðunarstöð, fyrst sem inntökustjóri frá árinu 2008 og sálfræðingur frá 2013. Ester hefur auk þess sinnt sálfræðiþjónustu, geiningu og meðferð í nokkrum skólum á landsbyggðinni, verið í forsvari fyrir Félag um samskipti foreldra og unglinga auk þess að halda fjölda fyrirlestra og námskeiða. Hjá foreldrahúsi mun Ester sinna stuðningi, ráðgjöf og meðferð fyrir ungmenni og foreldra, meðal annars vegna samskiptavanda, kvíða, depurðar, námsvanda og áhættuhegðunar. Tímapantanir og frekari upplýsingar hjá Foreldrahúsi í síma 511-6061 eða á ester@foreldrahus.is