Ókeypis fræðslukvöld Foreldrahúss

  • (0)
  • 8
    Sep
  • Author : Ester Ingvarsdóttir Category : Fréttir

    Tags :

Foreldrahús mun í vetur bjóða upp á ókeypis fræðslukvöld fyrir foreldra og aðra áhugasama. Umfjöllunarefni verða ýmiskonar, en eiga það allt sameiginlegt að snúa að fjölskyldunni á einn eða annan hátt. Fræðslukvöldin verða í safnaðarheimili Laugarneskirkju og allir boðnir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fyrsta fræðslukvöldið er fimmtudaginn 21. september frá kl. 20-22, en þá mun Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur í Foreldrahúsi fjalla um kvíða og áhyggjur hjá unglingum og hvað foreldrar geta gert. Dagskrá haustsins verður auglýst nánar fljótlega.