Foreldrasíminn er opinn allan sólarhringinn

Foreldrasíminn 581-1799 er neyðarsími fyrir foreldra og aðstandendur barna og ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu og annara mála. Ráðgjöf er veitt alla daga og um helgar og nætur hringja oft foreldrar sem sjá ekki leið útúr vandanum á því augnabliki. Ráðgjafi hlustar og veitir þá þann stuðning sem þarf til að ákveða næstu skref í viðkomandi máli. 

 

Síminn hefur verið opinn fyrir foreldra síðan 1986 og hefur allar götur gengt sama hlutverki; að koma foreldrum til aðstoðar vegna barna í vanda.  Í gegnum árin hafa foreldrar hringt með hvers konar mál og ráðgjafar símans hafa leiðbeint öllum eftir bestu getu. 

Senda fyrirspurn til samtakanna