Fjölskylduvandi

Hver einstaklingur og hver fjölskylda fyrir sig stríða við mismunandi vandamál og bregst við þeim á mismunandi hátt. Vandamálin eru því ólík þrátt fyrir að flestir séu að takast á við einhvers konar vanlíðan sem birtist í ótal myndum.  Oft er álagið orðið það mikið að foreldrar missa tökin og þurfa syrk og stuðning til að sinna öðrum börnum á heimilinu, sem og til að sinna sjálfum sér. Í Foreldrahúsi er leitast við að mæta þeim vanda sem fjölskyldan glímir við og efla hana til bættrar líðan og lífsgæða.

Fjölskylduráðgjöf Foreldrahúss

Fjölskylduráðgjöfin í Foreldrahúsi er ætluð foreldrum, börnum og ungmennum í vanda. Í henni starfa sálfræðingur, vímuefnaráðgjafar, foreldraráðgjafi og annað fagfólk. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Boðið er uppá sálfræðiþjónustu, ráðgjöf og meðferð barna og unglinga með hegðunar- og /eða áfengis- og fíkniefnavanda. Ungmenni með tvíþættan vanda (geðrænan- og vímuvanda). Meðferð og ráðgjöf vegna almennrar vanlíðunar, depurðar, kvíða, félagslegrar einangrunar, eineltis, samskiptaerfiðleika í fjölskyldunni o.fl.  Verð er 7.900 kr fyrir viðtalið (50 mín.) hjá sálfræðingi og vímuefnaráðgjafa  í fjölskylduráðgjöfinni. 

Viðtalið kostar 4.900 kr.  (50 mín.) fyrir einstaklinga búsetta í Reykjavík. Athugið að v/ þjónustusamnings við Reykjavíkurborg eru viðtölin niðurgreidd fyrir íbúa Rvk.
Flest stéttafélög greiða niður þjónustu í fjölskylduráðgjöfinni.

Þvagprufur /vímuefnapróf (gegn flestum fíkniefnum ) eru seld á skrifstofu Foreldrahúss á 2.400 kr.

Tímapantanir hjá ráðgjöfum Foreldrahúss eru alla virka daga frá 9:00 – 16:00 í síma 511-6160 og á vimulaus@vimulaus.is

Þau sem annast ráðgjöf og viðtöl í Foreldrahúsi:

  • Guðrún B. Ágústsdóttir, ICADC og foreldraráðgjafi. Netfang:  runa@foreldrahus.is
  • Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur. Netfang: ester@foreldrahus.is
  • Elísabet Lorange listmeðferðafræðingur hefur umsjón með sjálfstyrkinganámskeiðum barna og unglinga ofl. Netfang: elisabet.lorange@gmail.com

 

Senda fyrirspurn til samtakanna