V.E.R.A. (Virðing, Efling, Reynsla, Auður)

Úrræði Foreldrahúss fyrir börn og unglinga með áhættuhegðun og fjölskyldur þeirra. V.E.R.A. er fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 -16 ára (5. til 10.bekk) með áhættuhegðun; einstaklinga sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða sem og tilfinningalega vanlíðan og þurfa mikinn stuðning. V.E.R.A. er hugsað sem langtímaúrræði og spannar yfir minnst tvær annir. Meðferðin er í formi hópastarfs sem á sér stað einu sinni í viku, 1,5 – 2 klst. í senn, auk vikulegra einstaklings- og fjölskylduviðtala og sjálfsstyrkingu foreldra. Úrræðið getur staðið í allt að ár og fer alveg eftir þörfum hvers einstaklings. Megináhersla úrræðisins er að vinna eftir þörfum einstaklingsins og meðferðaáætlunin er sett upp út frá þeim forsendum.  

Þátttökugjald er 25.000 kr. á mánuði. Hægt er að nýta frístundakort.
Þátttakendur og forráðamenn eru boðaðir í forviðtöl þar úrræðið er kynnt og fengnar eru upplýsingar um aðstæður.

Starfsfólk V.E.R.A.:  Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og kennari og Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur, auk fleira fagfólks sem kemur að hópastarfinu
Meðferðarnálgunin í V.E.R.A. felst í að veita innsýn inn í þá áhættuhegðun sem einstaklingurinn glímir við. Þannig er reynt að koma veg fyrir og/eða draga úr vanlíðan og vanda einstaklingsins og fjölskyldu viðkomandi. Áhættuhegðun getur haft skaðlegar afleiðingar og hér er markmiðið að grípa inn í þetta ferli og veita þann stuðning, aðhald og ráðgjöf sem einstaklingurinn þarf á að halda. Til að koma í veg fyrir frekari skaða og bæta líðan einstaklingsins er mikilvægt að hlúa einnig að fjölskyldu hans. Þar af leiðandi er mikilvægt að einstaklingurinn fái að tjá sig í öruggu og styðjandi umhverfi, bæði einn og við aðra sem að honum koma. Því með aukinni getu einstaklingsins og fjölskyldunnar á að taka ábyrgð á þörfum sínum og tilfinningum með virkri tjáningu og hlustun, styrkjast tengslin. Við þær aðstæður fær einstaklingurinn tækifæri á þroskast á heilbrigðan hátt.

Sjálfsstyrkinganámskeið fyrir foreldra sem er hluti af meðferðinni V.E.R.A:  Foreldrar þátttakenda í V.E.R.A. taka þátt í sjö vikna foreldranámskeiði. Meginmarkmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd foreldra og efla vitund þeirra í hlutverkinu, sem og færni til þess að skapa og viðhalda heilbrigðum og nánum tengslum við börnin sín. Þannig er verið að koma í veg fyrir og einnig grípa inn í óæskilega hegðun, m.a. áhættuhegðun og samskiptaerfiðleika milli foreldra og barna o.fl. og þar með draga úr og/eða koma veg fyrir vanda í fjölskyldunni og nánasta umhverfi hennar. Námskeiðið mun hefjast í október og fer fram einu sinni í viku á í 2 klst. í senn (alls 14 klst.)

Nánari upplýsingar má fá um V.E.R.A. í síma 511 6160. 
Úrræðið er styrkt af Lýðheilsusjóði.