vimulaus-Æska-logo

Fyrir fjölskyldur í vanda í 30 ár

Um okkur

Foreldrahús var stofnað árið 1999 og er rekið af grasrótarsamtökunum Vímulaus Æska sem voru stofnuð 1986.    Starfsemi Foreldrahússins skiptist í tvo megin flokka; forvarnir og ráðgjöf.   Í Foreldrahúsinu er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda. Starfsemi Foreldrahúss er að Suðurlandsbraut 50, (Bláu húsunum í Skeifunni) í Reykjavík.Opið er á skrifstofu Foreldrahúss frá 9:00 – 16:00 alla virka daga. Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur neyðarforeldrasíminn 581-1799 við, en hann hefur verið opinn sleitulaust síðan opnun samtakanna àrið 1986. 

Fagaðili à vaktinni veitir foreldrum ràðgjöf og stuðning. Hægt er að panta viðtal við ráðgjafa Foreldrahúss í síma  511 6160 og senda fyrirspurn á netfangið: vimulaus@vimulaus.is

Starfsfólk  í fjölskylduráðgjöfinni:

Guðrún B. Ágústsdóttir ICADC og foreldraráðgjafi,  Elísabet Lorange listmeðferðafræðingur hefur umsjón með námskeiðum Foreldrahúss

Leiðbeinendur á sálfstyrkingarnámskeiðunum : Elísabet Lorange listmeðferðafræðingur Alexander Manrique ICADC unglingaráðgjafi Guðrún B. Ágústsdóttir ICADC og foreldraráðgjafi Harpa Þórðardóttir MA sálfræðiráðgjöf og HAM ráðgjafi Helen Breiðfjörð félagsfræðingur og MA í gæðastjórnun Sigríður Birna Valsdóttir fjölskylduráðgjafi og leiklistameðferðafræðingur Ólafur Guðmundsson leikari og leiklistarkennari