Fyrir fjölskyldur í vanda

Vímulaus æska stofnaði Foreldrahús árið 1999.    Starfsemi Foreldrahússins skiptist í fræðslu, forvarnir og ráðgjöf.   Í Foreldrahúsinu er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda. Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við, en hann hefur verið opinn stanslaust frá stofnun samtakanna àrið 1986. Fagaðili á vaktinni veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.  Foreldrahús er nú staðsett við Suðurlandsbraut 50, bláu húsunum í Skeifunni í Reykjavík.   Skrifstofan er opin kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga, hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa Foreldrahúss í síma  511 6160 eða senda fyrirspurn á netfangið radgjof@foreldrahus.is


Af hverju Foreldrahús?

  • Til þess að efla forvarnir með þátttöku og stuðningi allra foreldra í landinu
  • Til þess að vinna að viðhorfsbreytingu í samfélaginu gegn umburðarlyndi gagnvart unglingadrykkju og neyslu annarra vímuefna
  • Til þess að styðja og efla foreldra sem eiga börn í vanda
  • Til þess að tryggja foreldrum og börnum að hagsmuna þeirra sé gætt þegar unnið er að málefnum þeirra
  • Til þess að veita stuðning foreldrum frá öðrum foreldrum og fagaðilum sem hafa verið eða eru í svipaðri aðstöðu
  • Til þess að veita fjölskylduráðgjöf og viðtöl á lágmarksgjaldi hjá fagaðilum
  • Til þess að beita sér opinberlega fyrir úrbótum í vímuefnamálum ungmenna   

*Starfsemi Foreldrahúss er styrkt af Reykjavíkurborg og Velferðaráðuneytinu