Samtök foreldra í forvörnum

                                                                                        

Vímulaus Æska eru foreldrasamtök á landsvísu, stofnuð 20. september 1986.  Vímulaus æska á og rekur Foreldrahús á Suðurlandsbraut 50, 2. hæð í Reykjavík en það var opnað 8. apríl 1999.  Frá 2006 – 2011 var einnig starfrækt Litla Foreldrahúsið í Hafnarfirði, útibú Foreldrahúss.

Samtökin sinna námskeiðahaldi og ráðgjafaþjónustu fyrir fjölskyldur sem eiga börn og unglinga í einhvers konar vanda. Á fyrri árum var að mestu unnið með vímuefnavanda unglinga. Í dag er þjónustan fjölbreyttari og er einnig unnið með ýmiskonar önnur vandamál, t.d einelti, félagslega erfiðleika og hegðunarvanda. Samtökin hafa einnig staðið að fyrirlestrum víðsvegar um landið í samstarfi við foreldrafélög, skólayfirvöld og sveitarfélög viðkomandi staða.  Starfsemi í Foreldrahúsi má skipta í forvarnir, fræðsla og ráðgjöf.  Í Foreldrahúsi er starfrækt fjölskylduráðgjöf sem er opin alla daga frá kl. 9- 16, foreldrahópar og námskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð.  Sími á skrifstofu Foreldrahúss er 511 6160 og netfangið er vimulaus@vimulaus.is.
Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur foreldrasíminn 581-1799 við, en hann er opinn allan sólarhringinn sleitulaust frá opnun samtakanna àrið 1986. Fagaðili á vaktinni veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.        

Samtökin hafa frá upphafi verið öflug í útgáfu fræðsluefnis og hafa gefið reglulega út fjölda af tímaritum og forvarnarbæklingum. Einnig hefur verið gefið út fræðsluefni á geisladiskum og myndböndum.

 
Framkvæmdastjóri samtakanna:  Guðni R. Björnsson – gudni@vimulaus.is / gudni@foreldrahus.is
Kennitala Vímulausrar æsku – Foreldrahúss:  560586-1329 
 


Samstarf

Samstarfsaðilar Foreldrahús eru Heimili og skóli, SAFT, Hafnarfjarðabær, Akranessbær , VÁ – VEST, félagsþjónustur,barnaverndarnefndir, barnaverndarstofa, Námsflokkar Reykjavíkur, Ljósið endurhæfin, skólar, heilsugæslustöðvar og ýmis sveitafélög.

Samtökin hafa fulltrúa í nefnd  „Náum áttum(www.naumattum.is) sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnir sem í sitja fulltrúar embættis landlæknis, félags fagfólks í frítímaþjónustu, FFF,  IOGT á Íslandi, Heimilis og skóla, Þjóðkirkjunnar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheillog Umboðsmanns barna. Hópurinn stendur að vinnufundum og átta opnum fræðslufundum á ári.

Vímulaus æska er þáttakandi í „SAMAN“ hópnum (www.samanhopurinn.is) sem vinnur að auglýsingum um forvarnir ætlaðar foreldrum á merkum tímamótum; verslunarmannahelgi, jól og áramót, osf. báðir þessi hópar hafa starfað frá árinu 1999 og Vímulaus æska hefur verið með frá upphafi.

Einnig er Foreldrahús aðili SAFF sem er vettvangur frjálsra félagasamtaka sem hafa forvarnir að viðfangsefni eða vilja leggja vímuvörnum lið;  til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum; varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.

 

Verndarengill Æskunnar

          Engillopti357200

Verndarengill æskunnar fæst á skrifstofu Foreldrahúss. Hann er sex cm. á hæð og hægt er að hengja hann upp eða láta hann standa t.d. dansa á mælaborðinu í bílnum. Falleg gjöf til styrktar samtakanna:-)

Kostar 2.000 kr.