Starfsfólk  í Foreldrahúsi  

Elísabet Lorange
listmeðferðarfræðingur

Elísabet útskrifaðist sem kennari frá KHÍ árið 1997 og með MA í listmeðferð árið 2005 frá University of Hertfordshire. Hún hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum í einstaklings- og hópmeðferð síðastliðin 10 ár ásamt því að hafa stýrt ýmis konar námskeiðum. Einnig hefur hún nokkra ára reynslu sem kennari. Elísabet hefur umsjón með námskeiðum Foreldrahúss. elisabet.lorange@gmail.com

 

Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur cand. psych.

Ester útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2013. Ester hefur starfað með börnum, unglingum og foreldrum í fyrri störfum á Þroska- og hegðunarstöð og í skólum á landsbyggðinni. Einnig hefur hún haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra.  ester@foreldrahus.is

 


Guðrún B. Ágústsdóttir 
 fjölskyduráðgjöf

Rúna er ICADC ráðgjafi með menntun og áratuga reynslu af vinnu við áfengis- og vímuefnameðferð á meðferðarstofnunum í Svíðþjóð og á Íslandi.    runa@foreldrahus.is

 

 
 
 

Aðrir leiðbeinendur á námskeiðum í Foreldrahúsi eru ma:
Harpa Þórðardóttir, MA sálfræðiráðgjöf og HAM ráðgjafi
Helen Breiðfjörð, félagsfræðingur og MA í gæðastjórnun
Sigríður Birna Valsdóttir, fjölskylduráðgjafi og leiklistameðferðafræðingur

Kristjána Katrín Þorgrímsdóttir, námsráðgjafi
Ólafur Guðmundsson, leikari og leiklistarkennari
Lilja Eygerður Kristjánsdóttir, MA lýðheilsufræði
Sólveig Katrín Jónsdóttir, listmeðferðafræðingur