Markmið Samtakanna

  1. Að fræða foreldra um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu og fyrstu einkenni um hana, svo að þeir geti unnið markvisst forvarnarstarf með börnum sínum.

  2. Að vera hvetjandi og mótandi um forvarnarstarf í þjóðfélaginu, í skólum m.a. með þátttöku barna og unglinga.

  3. Að afla þekkingar hjá sérfræðingum og yfirvöldum til miðlunar meðal foreldra, m.a. með fyrirlestrum, fræðslubréfum og málefnalegri umfjöllun í fjölmiðlum.

  4. Að stuðla að því að unglingar sem þegar hafa ánetjast vímuefnum, fái hjálp svo og foreldrar þeirra.

  5. Að stuðla að samveru uglinga og foreldra þeirra við heilbrigða tómstundaiðju m.a. með vímulausum samkomum.