Leggðu okkur lið 

Öll framlög skipta máli. Lítil framlög jafnt sem stór sýna þann hug sem landsmenn bera til samtakanna og þeirrar þjónustu sem þau veita og hafa veitt í gegnum árin.

Farðu hingað til að styrkja.

Vímulaus æska eru foreldrasamtök sem voru stofnuð 20. september 1986. Samtökin stofnuðu Foreldrahús árið 1999 og reka þar fjölbreytt ráðgjafar- og hjálparsetur.  Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar hafa allt frá upphafi léð verkefnum samtakanna lið og gert kleift að halda starfseminni gangandi.  Fjölbreytt starfsemi í Foreldrahúsi;  fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, sjálfstyrkingarnámskeið og stuðningshópar auk þess sem starfsfólk hefur einnig staðið að fyrirlestrum víðsvegar um landið í samstarfi við foreldrafélög, félagasamtök, skólayfirvöld og sveitarfélög viðkomandi staða.  

Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við, en hann er opinn allan sólarhringinn.