Unglingahópurinn  „Stuðningur að vímuleysi“

Stuðningshópurinn STUРer úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 15-20 ára sem eiga við vímuefnavanda  að stríða.  Í upphafi mun fara fram greiningarviðtal  með ungmenninu sem og foreldrum/forráðamönnum. Greiningin  byggist m.a. á því hvort um sé að ræða fikt eða fíkn og einnig er rýnt í forsögu, daglegt atferli, líðan, fjölskyldu og félagstengsl. Ungmennin fá stuðning, aðhald og leiðsögn um hvernig takast skal á við lífið án vímuefna. Stuðningurinn samanstendur af hópastarfi og einkaviðtölum.  Vímuefnaráðgjafi hittir hvert ungmenni lágmark einu sinni í viku,  þar sem farið yfir líðan, áhættur, hindranir og aðra hluti sem koma upp í daglegu lífi. Unnið er með orsakandi þætti kvíða og vanlíðunar, sjálfskaðandi hegðunar og lélegrar sjálfstjórnar. Úrræðið er í gangi allt árið um kring.

Fyrir foreldra er í boði eitt stuðningsviðtal hjá foreldraráðgjafa á mánuði og/eða  kynjaskiptir stuðningshópar fyrir foreldra sem fara fram tvisvar í mánuði. Foreldraviðtöl fara fram eftir samkomulagi.
Ráðgjafar:  Guðrún B. Ágústsdóttir ICADC -og foreldraráðgjafi email: runa@vimulaus.is og Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur tekla@vimulaus.is. 
Hópastarf ungmennanna  fer fram alla miðvikudaga kl.15:30- 17:00. Stuðningsviðtöl fara fram eftir samkomulagi á  miðvikudögum. Hámarksfjöldi í hóp eru 8 manns.  
Stuðninghópur foreldra fer fram annan hvorn miðvikudag kl 17:30-19:00.
Staðsetning: Suðurlandsbraut 50, 2.hæð. (Bláu húsin í Skeifunni). 
Gjald fyrir þátttöku: Mánaðargjald er  32.900 kr.
Skráning á vefnum www.vimulaus.is og nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum í síma 5116160 eða með tölvupósti.
Úrræðið er styrkt af Reykjavíkurborg.