“Allt fínt?” Sjálfstyrkingarnámskeið

Efling sjálfsþekkingar og félagslegra tengsla barna og unglinga 

Megin markmið námskeiðsins er að hlúa að og byggja upp:
Sjálfstraust • Félagsfærni • Samskiptahæfni • Tilfinningaþroska • Sjálfsþekkingu

Nálgunin á námskeiðinu felst í að byggja upp í sameiningu traust og öruggt umhverfi þar sem allir fá tækifæri til þess að njóta sín á sinn hátt. Leiðbeinendur sameina hæfni á sviði sköpunar og mannlegra samskipta og aðstoða þannig börnin og unglingana við að beita innsæi, getu, reynslu og tjáningu til að ná félagslegri og tilfinningalegri kjölfestu. Þau viðfangsefni sem þátttakendurnir fá tækifæri til vinna með og skoða eru samskipti, tilfinningar og tengsl sín við sitt nánasta umhverfi; fjölskyldu, vini og skóla. Boðið er upp á margar leiðir til þess að opna sig og tjá sig út frá ofangreindum viðfangsefnum eins og t.d. myndlist, leikræna tjáningu og hreyfingu. Með því er verið að efla sjálfstæði, sköpun, tengsl, sjálfsþekkingu og samvinnu. Hlustun og munnleg tjáning eru mikilvægir þættir sem haldið er vel utan um innan hópavinnunnar. Þannig fá allir að upplifa þá virðingu, vinsemd og viðurkenningu sem þeir þurfa og eiga skilið. Nánar um námskeiðin má lesa hér: Umfjöllun um námskeiðin í Mbl.

Skráning á námskeiðin hér